Til að meika’ða þurfa margir hlutir að smella saman til að dæmið gangi upp. Flest þeirra sem ná árangri hafa komist þangað með þrotlausri vinnu og eljusemi. Árangurssögurnar eru eins misjafnar eins og við erum mörg en þó eru ákveðin atriði sem virðast vera ríkjandi í þeirri töfrablöndu sem árangursmixtúran hefur.

Fyrirlesarinn Richard St. John ferðaðist um heiminn í tíu ár til að hitta og ræða við fólk sem hefur skarað fram úr á sínu sviði, og spurt þau út í velgengnina, hann ræddi við um 500 manns, þar á meðal Ben Cohen (Ben & Jerry’s ís), Bill Gates (Microsoft), James Cameron, Dan Ackroyd. Eftir að hafa greint viðtölin þá fann hann átta lykilatriði sem tengdist þeim árangri sem viðmælendur hans höfðu náð.

 

„8 to be great“

 

1. Ástríða: Elskaðu það sem þú ert að gera.
2. Vinnusemi:
3. Fókus: Einbeittu þér að einum hlut, ekki öllum.
4. Ýttu við þér: Ekki festast í þægindahringnum, ýttu stöðugt við þér.
5. Hugmyndir: Fáðu góðar hugmyndir.
6. Bættu þig: Einbeittu þér að verða betri manneskja og betri í því sem þú gerir.
7. Þjónaðu: Gefðu af þér til annara, gefðu eitthvað til baka.
8. Ekki gefast upp: Árangurinn kemur ekki á einni nóttu.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *