Margir þeirra sem halda úti „læk“ síðu fyrir fyrirtæki eða annað vita ekki að hægt sé að sjá hvenær þeir sem fylgja síðunni eru helst á Facebook. Slík vitneskja er afar fróðleg og getur nýst vel í markaðssetningu á Facebook.

Hægt er að sjá þessa tölfræði undir „Insights“ og velja þar „Posts“.  Hér sjáum við dæmi um like síðu með um 2.000 fylgjendur.  Á myndinni sést að nokkuð jöfn dreifing notenda yfir vikuna, rúmlega 1.600 (af 2.000) eru daglega á Facebook.  Einnig sést á myndinni hér að neðan að flestir notendur eru á síðunni um kl. 10 á kvöldin, en annars er nokkuð jöfn dreifing frá kl 9 um morguninn til 22 að kvöldi þegar flestir eru.

fb-timar-dags

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *